Uppskrift
Dýrafirði.
Að innanverðu eiga Mýrar allt inn að Gemlufellsá og veiði í ánni og svo fram eptir Mýrardal
sem áin heldur svo langt sem vötnum hallar til Dýrafjarðar að Folaldalgili, og svo hinu megin
á dalnum Gemlufallsmegin þvert yfir en heim eptir sem þessi örnefni takmarka: Hrútahjalla,
Fjalldal og Háfadal með Söðlum og það heim í Litladalsá með hálfum Litladal að framanverðu.
Á þá ytri síðu sem Kýrá heldur innri hluta Vatnadals á móts við Folaldagil, að neðanverðu, sem
reiðgata heldur í Langalæk og svo eptir honum allt í Keldusef, er stenst á við Mýrafellsseta og
skilur landamerki Fells og Mýra.
Fells landamerki eru eptir Langalæk og í hinn efra Grástein og úr honum beint í Löngulág og
frá Löngulágarenda þar sem vegir skiptast út eptir Móabörðum beint í miðklettinn í
Fellstaglinu, svo þaðan sem tvær fuglstapaþúfur greina sjónhending í hvítt berg sem sjá má
neðarlega í Mýrafelli. Að utan verðu eiga Mýrar allt Mýrafell í þann Ytri hagagarð, fráteknu
því beitar ítaki, sem Ástríðarlækur á hagagarða á milli, svo framt Lækjar ábúendur uppihaldi
þeim innri hagagarði til jafnaðar við Mýramenn.
Að innanverðu eru landamerki á engjum milli Mýra og Lækjaróss úr Grjóthlaði og niður í stein
á bökkunum ofantil við Vaðalinn, innantil við Keldusef og á Mýrarland að neðanverðu þangað
sem Vaðallinn rennur í sjóinn. En sameiginleg beit er á dalnum fyrir báðar jarðirnar eptir
þörfum.
Þessi eru ítök kyrkjunnar á Mýrum:
Skógur frá Hvallátradalsá til Hestagötu gils, skógarhögg fyrir sunnan á vestan fram í
Dýrafjarðarbotni, niður frá Kleifum en ekki þann teig, sem næstur er Kleifunum. Þriðjungs
ískyldu í Mýrdal, fyr-fyrir [svo], ofan garðlag, sem gjört er fyrir geld fje, og eru þar stóðhross
og svín heimil til ískipunar með öðrum búsmala.
Torfskurð svo mikinn sem vill í Garðalandi. Allar fjörunytjar að helmingi með hálfum reka frá
Haukslæk og allt til þess að sjer mann fyrir skáladyrum í Nesdal að hálfföllnum sjó. Skálagjörð
á Fjallaskaga fyrir áttrætt skip með búðargjörð og taki sjálfir toll af skipverjum ef aðrir róa, en
heimamenn eiga reit yst á möl og þoki aðrir fyrir þeim svo þá ekki skorti pláss. Heimil selveiði
frá Mýrum að öllum hluta sem geta veitt, en að fjórðung ef enginn veiðir þeirra sem á.
Fimmtán kúgylda beit í Nesdal krossmessna á milli. Kyrkjan á Þaralátursfjörð í
Grunnavíkursókn og Rekavík bak Höfn, auk þess á kyrkjan frí tollver í Skálavík, í minna
Bakkalandi fyrir áttrætt skip með öllum vergögnum ristu stungu, búðargjörð og því öðru, er
nauðsynlega með þarf.
Mýrum 12. des. 1889
Guðrún Jónsdóttir
Guðný Guðmundsdóttir eigendur Mýra og meiri Garðs og Fells.
G. H. Guðmundsson eigandi Minna Garðs og Klukkulands.
Sem eigandi Gemlufalls að þremur fjórðu pörtum: Jens Guðmundsson
Kristjana Þorsteinsdóttir eigandi að einum fjórða parti í Gemlufalli
Janus Jónsson fyrir Holt og Læk
[á spássíu] Innk. 28 apríl 1891
Borgun
þingl. 0,75
bókun. 0,25
1,00
Borgað Sk. Th.