Uppskrift
Að utanverðu (í áttina út til Skáladalsbjargs) eru landaskil milli Garða og Sæbóls, sem einnig
á land fyrir utan: neðst gamalt garðbrot, er liggur út og upp að merkjaþúfu; frá þessari
merkisþúfu eru merkin í beina línu beint út að merkjalæk; síðan ræður þessi merkjalækur
löndum, eptir því sem hann liggur upp til fjalls að upptökum sínum. þegar læknum sleppir eru
landamerkin í beina stefnu uppá hábrún fyrir utan Garðadal og svonefnda „Leið“; eptir fjallinu
ræður hábrúnin merkjum.
Milli jarðanna Garða og Sæbóls að neðanverðu (sem til sjávar veit) liggja landamerkin frá neðri
enda garðbrotsins, sem nefnt var, á snið fram og ofan í Traðará, eptir því sem tún jarðanna
liggja að á báða vegu. Svo ræður Traðará löndum, eins og hún rennur til sjávar; með sjó fram
hefir jörðinni Görðum verið talið land allt ofan að sjó frá ómunatíð og yfir í Sigmundarlæk;
svo upp eptir Sigmundarlæk og í Hrútslæk, er löndum beggja jarðanna skiptir að framan verðu
(fram í Aðalvíkina). Svo þegar Hrútslækur endar þá eptir beinni línu, sem hugsast dregin beint
upp á fjallsbrún.
Görðum 9. jan. 1890.
F. Finnbjörnsson. Dós. Hermannsson
M. Finnbjörnsson Jósep Gíslason
G. Sigurðsson B. Jónsson
Borgar Jónsson
[á spássíu] Þinglýst að Sléttu 16. ág. 1890
Þingl: 0,75
bók: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.