Staður í Grunnavík

Nr. 168,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Staðarkirkja í Grunnavík á allan hvalreka og viðarreka í þessum eptirgreindu eignarjörðum 
sínum: Sútarabúðum, Oddsflöt, Stað, Kollsá, Höfða, Leiru, Kjós, Hrafnfjarðareyri, Álfstöðum, 
Kvíum. 
Einnig á hún sjöttung í öllum gæðum og viðarreka og hvalreka í Smiðjuvík, og tvo hluti 
bergtolls í Bolungarvík, og tólftung í hvalreka milli Árósa og Barðsvíkur; í eignarjörð sinni 
Hlöðuvík á hún allan viðarreka. Hálfan hvalreka í sömu jörð og sextándu hverja vætt að auk, 
og einnig fjórðung í hvalreka að auk, er Einar Eiríksson gaf kirkjunni 1575, en frágengur af 
hvalreka til Vatnsfjarðarkirkju tuttugasta hver vætt. – Í Kjaransvík á kirkjan tólftung í viðarreka 
og hvalreka og öllum gæðum; og í Rekavík bak Látur á hún tólftung í hvalreka og XVI. hlut 
að auk og tólftung í viðarreka og öllum gæðum. 
Þetta er samkvæmt Wilchins máldaga 1397 og Gísla máldaga 1575. 
Stað í Grunnavík 24. júní 1889. 
Pétur M. Þorsteinsson. 
[á spássíu] Þinglýst að Stað í Grvík 15. ág. 1890 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
– ein króna – 
borgað SkTh.
Kort