Þjóðólfstunga í Bolungarvík

Nr. 148,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Milli Þjóðólfstungu og Meirihlíðar og Minnihlíðar er hin svonefnda Þverá landamerki, sem 
hefir upptök sín í Mánafellsskál, og rennur í Tunguá, og eptir það ræður Tunguá landamerkjum 
þangað til hún rennur í Hólsá. 
En milli Hóls og Þjóðólfstungu er Hólsá landamerki, sem hefir upptök sín úr vatni, sem liggur 
norðan til við heiðina Gráróu, og heldur áin merkjum ofan í Girðisbrekku; eptir það úr norðari 
fossi beint í svo nefndan vörðustein, er stendur hæðst á Bungum, og beint úr honum í Bungna- 
sporðinn, þar sem þær koma saman Hólsá og Litlaá; eptir það ræður Hólsá merkjum þangað 
sem þær koma saman Hólsá og Tunguá. 
Þjóðólfstungu 12. maí 1890. 
Eigendur Hóls: fyrir Sigr. Bjarnadóttur: Ólafur Gissursson. 
Á. M. Árnason. St. G. Stefánsson 
Jón Matthíasson. 
Hálfdán Örnólfsson. 
Eigendur Þjóðólfstungu: 
Jens Ólafsson og umráðamaður: Kr. Magnússon. 
Sem eigandi Meiri-hlíðar: fyrir hönd Ásgeirsverzlunar á Ísafirði: 
Árni Jónsson. Sigr. Helgadóttir. 
Eigandi Minni-hlíðar: Jón Sæmundsson. 
[á spássíu] Þinglýst að Hóli 19. júlí 1890 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
– ein kr – 
borgað SkTh.
Kort