Minni-Hlíð í Bolungarvík

Nr. 145,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki á milli Meirihlíðar og Minni hlíðar að heimanverðu: úr stórum steini í bakka á 
Þjóðólfstunguá, og í svonefnt Veituholt, og þaðan í þúfu í Kaldál og þaðan í tvo steina, sem 
hvor ber í annan, og sjónhending í Kaldárgil, og eptir því á fjallsbrún. Að framanverðu milli 
Meiri- og Minni-hlíðar úr rauðum steini við Tunguá, og sjónhending í Mjóateygsgil heimantil 
við Meiri hlíðar stekk og þaðan á fjallsbrún. 
Bolungarvík 12. maí 1890 
Eigandi og umráðamaður að Minni hlíð: Jón Sæmundsson. Jón Þórðarson 
Á. M. Árnason 
Fyrir hönd Ásgeirs verzlunar á Ísafirði 
Árni Jónsson 
[á spássíu] Þinglýst að Hóli 19. júlí 1890 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
– ein kr. – 
borgað SkTh.
Kort