Uppskrift
Kunnugt gjörist, að landamerki milli Lokinhamra í Auðkúluhreppi og Svalvoga í
Þingeyrarhreppi eru eptir gömlum máldögum úr hlíðarstandi strengbergskletti niður úr fjallinu
beina sjónhending í klett niður í fjöru, sem kallast „litla barð“, en að sunnan og innanverðu
milli Lokinhamra og Hrafnabjarga eru landamerki áin, sem fellur eptir dalnum heilt að
upptökum hennar, og þaðan beina sjónhending í fell, sem stendur fyrir miðjum dalbotninum,
og kallast Sæólfsfell; milli Hrafnabjarga að innanverðu og Stapadals að utan eru landamerki í
stóran standklett í fjörunni milli bæjanna, er kallaður er „Stapi“, og bein sjónhending upp
fjallið.
Eignarmaðr: Lokinhamra og Hrafnabjarga: Gísli Oddsson
Eignarmaðr í Lokinhömrum: Kr. Oddsson
Fyrir hönd Guðmundu Samúelsdóttur sem eiganda að Svalvogum: FR. Wendel
Þorsteinn Benediktsson (prestr) sem umráðamaðr Stapadals.
[á spássíu] Þinglýst að Auðkúlu 30. maí 1890
Borgun:
Þingl. 0,75
bókun: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.