Uppskrift
Það kunngjörist hér með, að þessi eru landamerki jarðarinnr Ytri Lambadals í Dýrafirði í
Mýraþinghá: að utanverðu milli Næfraness er Grafalækur, eins og hann rennur frá fjalli til
fjöru, en að innanverðu milli Innri-Lambadals eru merkin eptir Lambadalsá, neðan frá sjó og
fram eftir dalnum, allt þangað til Selá rennur í hana; þar eptir ræður Selá, og allt upp í
Tyrfingsskál. En heimilt skal bændum í Innri-Lambadal að hafa til slægna, eins og að
undanförnu, landið milli Selár og Þverár, í svokölluðum Hólum, móti því að Ytri-
Lambadalsmenn megi hafa tveggja mánaða beit fyrir 60 sauðfjár á Lambadalshlíð Fjárhús skal
þeim og heimilt að byggja þar yfir fé sitt, og fá þar til torf og grjót, þar sem eigi er spillt
slægjulandi.
Þessi landamerki eru undirskrifuð og samþykkt af okkur, eigendum beggja jarðanna, og
upprituð á Höfða í Dýrafirði þann 3. dag septembermánaðar árið 1889.
Friðrik Bjarnason
Guðrún Jónsdóttir Eigendur Ytri-Lambad.
Jón Sæmundsson
Gísli Oddsson Eigendur Innri-Lambad.
Sem tilkvaddir meðskoðendur að merkjum jarðanna:
Sighvatur Grímsson á Höfða
Guðm. Þórarinsson (handsalað)
[á spássíu] Þinglýst að Mýrum 28 maí 1890
Borgun:
Þingl: 0,75
bók: 0,25
ein Kr.
borgað SkTh.