Uppskrift
Landamerki milli Eyrar og Hvylftar í Mosvallahreppi í Ísafjarðarsýslu, ræður landamerkja
lækur að neðanverðu, sem rennur úr gömlum mógröfum og þaðan í grænt dý, og svo
sjónhending á fjallsbrún. Ennfremur á jörðin eptir undirrjettardómi 2/5 hluta af Kálfeyrar
vertollum, og svo til beitar á Sauðanesi utan Klofningshrygg sumar og vetur fyrir sinn pening.
Milli Garða og Hvylftar ræður Garða lækur að neðan, og þá úr honum í stóran stein á engjunum,
þaðan í barðhorn og úr barðhorninu til norðurs í fjallsbrún.
Hvylft 27 maí 1890
Ragnheiður Finnsdóttir
Sigríður Þórarinsdóttir
T. Halldórsson.
[á spássíu] Þingl. að Þórustöðum 27/5 1890 Sk. Thoroddsen
borgun
Þingl. 0,75
bókun 0,25
ein króna
borgað Sk.Th