Hóll í Firði í Mosvallahreppi

Nr. 137,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
a, Milli Tungu og Hóls. 
er Tunguá er rennur af fjallsbrún Tungudal niður í Hestá síðan er Hestá landamerki milli Hóls 
og aðliggjandi jarða uns: 
b, landamerki Hóls og Vífilsmýra taka við 
Þau eru Einhamar, sem stendur í Kolturlág að bera í fjallsbrún, og frá honum sjónhending eptir 
steinaröð niður í Hestá 
Talið er að Tunga eigi eyri Hólsmegin við Tunguá. 
Einnig er talið að Hóll eigi þriggja dag [svo] sláttu eyri austanvert við Hestá. Eyri sú er kölluð 
Breiðseyri. 
Flateyri d. 23. maí 1890 
T. Halldórsson 
Þorkatla Bjarnadóttir 
Arngr. Jónsson 
Margrjet Bjarnadóttir 
Bjarni H. Kristjánsson. 
[á spássíu] Þingl. að Þórustöðum 27/5 1890 Sk. Thoroddsen 
Borgun 
Þingl. 0,75 
bókun 0,25 
ein króna 
Borgað Sk.Th.
Kort