Neðri-Breiðadalur í Önundarfirði í Mosvallahreppi

Nr. 136,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
a. Milli Neðri og Fremri Breiðadals eru samkv. meðf. samningi 
Á sem rennur úr svokölluðum Þverdal og heitir Þverá er landamerki milli ofannefndra jarða að 
neðanverðu og á hver jörð fyrir sig land að ánni sín megin Neðri Breiðidalur á land allt á 
Langadal fyrir framan svokallaðar seltóttir. 
b. Milli Neðri Breiðadals og Veðrará er Breiðadalsá 
c. Milli Neðri Breiðadals og Selabóls er skriða kölluð Stóraurð er liggur úr svonefndri 
Grjótskál í fjallsbrún og til sjávar 
Flateyri d. 23. maí 1890 
T. Halldórsson 
Guðmundur Einarsson 
Páll Guðlaugsson 
Kjartan Rósinkarsson. 
[á spássíu] Þingl. að Þórustöðum 27/5 1890 Sk. Thoroddsen 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
bókun 0,25 
ein króna 
borgað Sk.Th.
Kort