Fremri-Breiðadalur og Neðri-Breiðadalur í Önundarfirði

Nr. 135,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Við undirritaðir höfum komið okkur saman um landamerki milli neðri og fremri Breiðadals á 
þann hátt er hjer segir: 
Á sem rennur úr svokölluðum Þverdal og heitir Þverá skal vera landamerki milli ofannefndra 
jarða að neðanverðu, og á hver jörð fyrir sig land að ánni. Neðri Breiðidalur fær þann landskika, 
sem er hans megin við Þverána. Að framanverðu höfum við sett landamerki þannig: að fremri 
Breiðidalur á land að seltóttum sem eru á Langadal en Neðri Breiðidalur á landið allt fyrir 
framan þær. 
Samningur þessi stendur obreyttur þar til ef nánari upplýsingar fást um landamerki 
ofannefndra jarða. 
Flateyri d. 22. agust 1885 
T. Halldórsson (eigandi ofannefndra 8 hndr. í Neðra Breiðadal) 
Hjalti Sveinsson (eigandi að 12 hndr. Fremri Breiðadal) 
Jens Guðmundsson eigandi […] hndr. Neðri Breiðdal. 
[á spássíu] Þingl. að Þórustöðum 27/5 1890 Sk. Thoroddsen 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
bokun 0,25 
ein króna 
borgað Sk Th.
Kort