Eyri í Mosvallahreppi

Nr. 133,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
a. Milli Hvylftar og Eyrar: 
Merkilækur, er rennur úr gömlum mógröfum til sjávar. Frá mógröfunum uppí grænt dý í 
hlíðinni er merkilækur áður hefir runnið úr og sjest farvegur hans enn. Frá dýinu beina 
sjónhending á brún 
b. Milli Flateyrartanga og Eyrar: 
eru þar þar sem Flateyrartangi sker sig út frá Eyrarlandi sbr. afsalsbjef bókað d. 23 maí 1860 
eða frá svonefndum Fjósbökkum beina sjónhending eptir svonefndum Bökkum strandlengis 
með Hvylftarströnd 
c. Milli Staðar í Súgandafirði og Eyrar: 
Úr Rauf eða Klauf í fjallsbrún fremst á Sauðanesi beina leið til sjávar þar sem Sauðanes skerst 
lengst út. 
Þess skal getið að Hvylft helgar sjer samkv. undirrjettardómi beit allt árið fyrir sínar eigin 
skepnur fyrir utan Klofningshrygg og tvó fimmtu hluta úr vertollum á Kálfeyri 
Holtskirkja telur sjer Hvalreka að 1/6 hluta á svæðinu frá Rauf að Dalsá. 
Flateyri 23 maí 1890 
T. Halldórsson 
Sigríður Þórarinsdóttir 
Ragnheiður Finnsdóttir 
Janus Jónsson. 
[á spássíu] Þingl. að Þórustoðum 27/5 1890 Sk. Thoroddsen 
Borgun 
Þingl 0,75 
bókun 0,25 
ein króna 
borgað Sk Th.
Kort