Uppskrift
a. Milli Hóls og Vífilsmýra
Einhamar er stendur á Kolturlág að bera í fjallsbrún og frá honum sjónhending eptir steinaröð
niður í Hestá. Síðan er Hestá merki milli aðliggjandi jarða.
b. Milli kotsins Betaníu og Vífilsmýra er þverá eða lækur er rennur í Hestá innanvert við
Betaníu.
Vífilsmýrar eiga slægjur miklar austanvert við Hestá, á svokölluðum Eyrum yfir að Korglænu
og innfyrir Hrossakrók.
Flateyri 23 maí 1890
T. Halldórsson
Sigurðr Jónsson. Arngr. Jónsson
Janus Jónsson
[á spássíu] Þingl. að Þórustöðum 27/5 1890 Sk. Thoroddsen
Borgun
Þingl. 0,75
bókun 0,25
ein króna
borgað Sk. Th