Kirkjuból í Korpudal

Nr. 131,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Að utanverðu er merkið á læk, er rennur niður utan til við svonefndan Urðarhrygg og ofan í 
Korpu. Svo aptur fyrir vestan Korpu er merkið út að sjó eins og land nær að Korglænu að 
austan. Fyrir vestan Korglænu tekur svonefndur Flagspartur við, og merkið að honum að utan 
liggur á lænu mjög litla bæði að utan og vestan þar til svonefndur Fremstipartur tekur við, og 
þá liggur merkið á honum vestur í Hestá. Þar til svo nefndur Krossakrókur tekur við, sem er 
partur frá Vífilsmýrum Þá liggur merkið á honum alla leið inneptir og enda á Hestárbakka. 
Að innan er merkið eins og Fremstipartr til segir. – frá Hestá þvert yfir upp til Korpu. Aptur 
liggur merkið neðan milli Kroppstaða og Kirkjubóls upp af nefndu merki á Fremstapartinum 
að innan í 3 steina á Alabrekkum og þaðan eptir Stórholtið í lækjarfarveg, sem er innan til við 
svonefndan Bæjarhrygg. Kirkjubóli tilheyrir dalurinn Kirkjubólsmegin til eignar og umráða frá 
Þverá fram úr til fjalls. 
Gjört á Efstabóli 18 ágúst 1889 
Bóas Guðlaugsson Veðrará 
Þetta viðurkennum við undirskrifaðir nábúar 
Guðmundur Bjarnason Kirkjubóli 
Salomon Jónsson Kirkjubóli 
Sveinn Jónsson bóndi Vífilsmýrum 
Sem svaramaður hlutaðeigandi erfingja 
Halldórs Magnússonar í Þjóðólfstungu og hans sjálfs viðurkennast ofanrituð landamerki 
Sigurður Halldórsson. Sveinn Ólafsson (handsalað) 
Rósinkranz Kjartansson 
[á spássíu] Þingl. að Þórustöðum 27/5 1890 Sk. Thoroddsen 
Borgun 
Þingl. 0,75 
bókun 0,25 
ein króna 
borgað Sk Th.
Kort