Uppskrift
Milli Breiðadals og Selakirkjubóls eru landamerki í svo nefnda Stóruurð beina sjónhending
milli fjalls og fjöru. Að utan eru landamerki í Kaldá milli fjalls og fjöru, sem áin ræður.
Gjört á Flateyri 24 maí 1890
Guðmundur Einarsson. T. Halldórsson
Kjartan Rósinkranzson. Páll Guðlaugsson
Landamerkjaskrá þessa samþykkir: Janus Jónsson.
[á spássíu] Þinglýst að Þórustöðum 27/5 1890 Sk. Thoroddsen
Borgun:
Þingl. 0,75
bókun 0,25
ein króna
borgað Sk. Th.