Uppskrift
1890. var gjörð landamerkjaganga milli Skarðs og Sandeyrar, og kom undirrituðum saman um
að landamerki milli ofangreindra jarða væri þau sömu og verið hafi n.l. Bjartilækur er rennur
frá fjalli til fjöru aðskilji lönd ofannefndra jarða í beinni línu frá fjalli til fjöru. Steinn stendur
fyrir minni lækjarins er sjer á um flóð en fjarar kring um fjöru, er skiptir reka og fjörunytjum á
svokölluðu Bjartalæksrifi. Snið og krókar er opt hafa valdið þrætu milli landa eru með beinni
línu aftekin. Landamerki milli Sandeyrar og Snæfjalla er Berjadalsá og skilur hún lönd jarðanna
frá fjöru til fjalls, sömuleiðis fjörunytjar og reka.
Sandeyri 20. maí 1890
Ásgrímur Jónatansson, Sigurður Jósepson (Eigendur og ábúendur)
Bjarni Guðmundsson (ábúandi) Ábúandi á Skarði Jón Egilsson
Ábúandi á Snæfjöllum Gísli Steindórsson Arnór Kristjánsson.
[á spássíu] Þingl. að Unaðsdal 22/5 1890 Sk. Thoroddsen
Borgun
Þingl. 0,75
bókun 0,25
ein króna
borgað SkTh.