Uppskrift
Að innanverðu er Hafnardalsá landamerki milli Hafnardals og Nauteyrar, milli Hafnardals og
Hallstaða eru lækur úr Stóraskarði til sjáfar innan til við Hokinseyri, úr skarðinu í
Landamerkjavörðu, úr Landamerkjavörðu í Langyrjuvatn við Blæfadalsá, ræður svo
Blæfadalsá landamerkjum milli Hamars og Hafnardals upp í Máfavatn og úr siðstu lækjum, er
renna í Máfavatn beina sjónhending í Grástein.
Hafnardal 21 maí 1890
Pjetur Pjetursson í umboði Sigfúsar
Gísli Bjarnason meðeigandi í Hamri
Jón Halldórsson.
[á spássíu] Þingl. að Nauteyri 21/5 1890 Sk. Thorodds.
Borgun:
Þingl. 0,75
bókun 0,25
1,00
borgað SkTh.