Hafnardalur á Langadalsströnd í Nauteyrarhreppi

Nr. 124,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Að innanverðu er Hafnardalsá landamerki milli Hafnardals og Nauteyrar, milli Hafnardals og 
Hallstaða eru lækur úr Stóraskarði til sjáfar innan til við Hokinseyri, úr skarðinu í 
Landamerkjavörðu, úr Landamerkjavörðu í Langyrjuvatn við Blæfadalsá, ræður svo 
Blæfadalsá landamerkjum milli Hamars og Hafnardals upp í Máfavatn og úr siðstu lækjum, er 
renna í Máfavatn beina sjónhending í Grástein. 
Hafnardal 21 maí 1890 
Pjetur Pjetursson í umboði Sigfúsar 
Gísli Bjarnason meðeigandi í Hamri 
Jón Halldórsson. 
[á spássíu] Þingl. að Nauteyri 21/5 1890 Sk. Thorodds. 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
bókun 0,25 
1,00 
borgað SkTh.
Kort