Uppskrift
1, Milli Hamars og Melgraseyrar.
Lækur, er rennur ofan svokallaða Landamerkjalág í skjólbrekku, og ofan með Strýtusteyni og
í sjó innan til við svokallaða Stóruvörðu frá Landamerkjalág beina sjónhending neðan upp í
svo nefndan Sjónarhól, sem er á brúninni niður af svokölluðum Ønundarkrók, frá Sjónarhól
beint í svonefnda Klettuvörðu, frá Klettuvörðu beint og hæðst í Miðmundahæð, sem er á
hálsinum milli Hamars og Laugalands og þaðan eptir því sem vötnum hallar fram eptir
hálsinum á hæðstu Leiðarborg, sem er ytri endi á Hamarsborg.
2, Milli Hamars og Hafnardals og Hallstaða
Blæfadals á, er rennur úr svonefndu Máfavatni og til sjáfar milli Hamars og Hallsstaða er að
neðanverðu landamerki milli Hamars og Hallsstaða, en þá Hallsstaða land þrýtur er hún
landamerki milli Hamars og Hafnardals upp í svonefnt Máfavatn, þaðan eru landamerki milli
nefndra jarða eptir beinni sjónhending þaðan er síðstu lækirnir renna í Máfavatn að ofan og
þaðan beina sjónhending í Grástein
Ármúla 11 maí 1890
Guðmundur Kristjánsson
G. Bjarnason Pjetur Pjetursson í umboði Sigfúsar
Jón Halldórsson
[á spássíu] Þingl. að Nauteyri 21/5 1890 Sk. Thoroddsen
Borgun:
Þingl. 0,75
bókun 0,25
1,00
borgað SkTh.