Uppskrift
Milli Langadals [svo] og Hraundals vestan til við Hraundalsá er lækur framan til við
Yðufossvörðu og beina sjónhending úr honum í götunni neðan Magnúsarrjóður upp í
Miðkrossdý og þaðan sjónhending upp á háls sem vötnum hallar. En austan til við Hraundalsá
er lækur framan til við Stórhól af brún og ofan í Hraundalsá og fram fjall sem vötnum hallar
að Hraundal og að vestan sem vötnum hallar að Hraundal ofan að fyrgreindum merkjum milli
Laugalands. En stykkið frá Hringfellsá og ofan að merkjum milli Laugalands og Hraundals á
Melgraseyri.
Ármúla 13 júli 1889
Jón Halldórsson
Gísli Bjarnason
[á spássíu] Þingl. að Nauteyri 21/5 1890 Sk. Thoroddsen
Borgun:
Þing. 0,75
bókun 0,25
1,00
Borgað Sk.Th.