Uppskrift
Að utanverðu ytra Vörðugil og sjónhending upp í Vatnsvörðu í brúninni, þaðan fram í
Krossholt, frá Krosshotlum í Gilkinnaberg, þaðan í Fílsdalshæð, og þaðan sem vötnum hallar
að Efrabólslæk og eptir þeirri brún, sem vötnum hallar milli Húsadals og Dagverðardals og svo
eptir því sem vötnum hallar eptir Reipólsfjöllum og að Egilsfossi. Því næst eptir því sem
Langadalsá rennur.
Kirkjubóli 15 Júlí 1884
Guðmundur Jóhannesson, Jón Halldórsson
[á spássíu] Þingl. að Nauteyri 21/5 1890 Sk. Thoroddsen
Borgun:
Þingl. 0,75
bókun 0,25
ein króna
borgað Sk Th.