Neðri-Arnardalur og Fremri-Arnardalur við Skutulsfjörð

Nr. 111,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Arnardalur fremri á að neðanverðu úr ánni beina leið í neðri brún á Langahrigg upp í fjallsbrún, 
svo frameptir ánni í stein, svo kallaðan „Murtu“ við ána; frá Murtu sjónhending upp í 
Brúnagötur, eptir Brúnagötur í Þverá, frá Þverá eptir Langahjalla fram í dalbotn og upp á fjalls 
brún og heim eptir fjallsbrúninni gengt Langahrygg. 
Arnardal fremri 14/5 1890 
Jón Sæmundsson 
Katarínus Sæmundsson 
Árni Jónsson fyrir hönd Asgeirsverzlunar á Ísafirði 
Hildur Jakobsdóttir handsalað 
Jón Sigurðsson Sveinb. Einarsson 
Halldór Halldórsson 
Bárður Hagalín Jóhannesson 
[á spássíu] Þingl. 16/5 1890 að Hnífsdal Sk. Thoroddsen. 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
bókun 0,25 
ein króna 
borgað SkTh.
Kort