Uppskrift
Ketilseyri á land að utanverðu í grjótvörðu, sem stendur á svonefndum Svartabakka og þaðan
sjónhending í Ausuhornið innra. – Að innanverðu á ofannefnd jörð land í Digranestána, þaðan
í stein, sem stendur í Launguláarholtinu, þaðan í Grænateig, og þaðan beint upp á hæðstu
fjallsbrún.
Ketilseyri 16. júlí 1889.
Þórður Kristjánsson Gísli Jónsson
Steinn Kristjánsson. Einar Magnússon. Kr. Jónsson
Kristján Jónsson.
Guðrún Jónsdóttir, eigandi Kjaransstaða.
[á spássíu] Innk. 22/4 1890
Þingl: 0,75
bók 0,25
borgað SkTh.