Uppskrift
1, Að innanverðu milli Arnarness og Gerðhamra ræður áin fram eptir dalnum síðan eptir
læknum í miðjum tungunum á dalnum, sem hann rennur, og svo sem áin ræður fyrir ofan
tungurnar og eptir lægstu heiðinni allt út á hæðstu heiði; en þaðan sem brúnir ráða.
2, Að utanverðu milli Arnarness og Birnustaða er ytri Vogakambur og sjónhending beint á fjall
upp
þessi merki hafa gamlir menn heyrt og sagt nefndrar jarðar, og vita engan ágreining þar á milli
verið hafa.
Arnarnesi 13. jan. 1890.
Gísli Þórarinsson. Pétr Bjarnason
Eigendur Arnarnúps
Þessa merkjaskrá samþykkja:
Guðný Guðmundsdóttir. Guðbjörg Bjarnadóttir. Jón Bjarnason
B. H. Bjarnason. Kr. J. Bjarnadóttir. R. G. Bjarnadóttir
[á spássíu] Innk. 22/4 1890
Þingl: 0,75
bók: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.