Sæból á Ingjaldssandi, Hraun Háls á Ingjaldssandi

Nr. 107,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Milli Sæbóls- og Álfadals eru merkin í svonefnda Merkislá, eptir henni ofan sem hún ræður í 
sýki það, sem er Sæbólsmegin við svonefndan þrætupart; þaðan á jörðin land allt vestur fyrir 
allan Barða, vestur í Nesdal, með reka öllum til móts við endimörk Mýrareka, í Þúfu. Sæból á 
Villingadalshlíð úr Kikanum neðanvert við svonefnda Sýkiseyri, og þaðan beint á brún; svo 
niður eptir til sjávar, og reka allan, og land allt í svonefnt Reiðarsker. 
Kirkjan á ennfremur þriðjung í Nesdal og þriðjung í Heiðum og Seljalágar allar frá Mórillu í 
læk þann, er rennur fyrir utan Stóra bala. 
Kirkjujörðin Háls á Mórilleyrar beint í fjall eptir því sem áin Mórilla segir. –Sæbólskirkja á 
áttung í Geirsbrekku í Súgandafirði og skóga, sem fylgja því landi. Sæbólskirkja á land allt 
undir Hálsi innan þeirra landamerkja, er nú skal greina. Milli Háls og Brekku eru merkin í 
svonefnda Þverá, og skilur hún lönd milli þeirra landa fram í dalbotn. Milli Háls og Hrauns 
skilur Langá fram að Þverá sem rennur milli landamerkja Hrauns og Sæbólslands, sem hefir 
upptök sín neðanvert við Nesdals-skarð. 
Þessu til staðfestu eru okkar sameiginleg nöfn að Sæbóli og Hálsi. 
Mýrum 15. maí 1886. 
Jón Jónsson, eigandi Villingadals. Guðm. Jóhannesson, eigandi Mosdals. 
Jón Bjarnason (hdsl) Kr. Eiríksdóttir (hdsl) sem eigendur Álfadals 
Sigm. Sveinsson, eigandi Hrauns. 
Eigendur Sæbóls: G. H. Guðmundsson Jón Jónsson Mosdal. G. Sturluson María Jónsdóttir. 
[á spássíu] Innk. 22/4 1890 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
– ein króna – 
borgað SkTh.
Kort