Uppskrift
Milli Álfadals og Sæbóls í svonefnda merkislá, eptir henni ofan, sem hún ræður í sýki það, sem
er Sæbóls megin við svonefndan þrætupart, og þaðan beint niður í á
Milli Álfadals og Hrauns ræður lækur sá, sem sprettur upp framan til við svokölluð Litlu-hraun,
og ræður hann landmerkjum svo sem hann rennur allt ofan þar sem hann fellur í Sandsá.
Ennfremur á Álfadalur einn þriðja part í „herðum“ svonefndum, sem óátalið hefir verið notaður
frá Álfadal
Þessu til staðfestu eru nöfn okkar allra þeirra, sem hlut eiga að máli, bæði eiganda Álfadals, og
þeirra er eiga land að Álfadal.
Álfadal 9. dec. 1889.
Kristín Eiríksdóttir Jón Jónsson
Jón Pálsson María Jónsdóttir
G. H. Guðmundsson. Sigm. Sveinson
Gísli Jónsson.
[á spássíu] Innk. 22/4 1890
Þingl: 0,75
bók 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.