Uppskrift
Öllum þeim mönnum, sem þetta bréf sjá eða heyra, kunngjörist hér með, að eptir því sem menn
vita réttast eru landamerki Klukkulands þá eru merkin milli Litla-Garðs og Klukkulands þessi:
Að Hvassihryggur ræður ofan eptir hlíðinni ofan í Kjóamýri neðst, en þaðan beint í Núpsá; þar
eptir ræður Núpsá landamerkjum fram í Geldingadalsá og Geldingadal hálfan eptir því, sem
áin ræður.
Undir þetta bréf skrifum við nöfn okkar sem eigendur að nefndri jörðu.
Mýrum í Dýrafirði 6. apr. 1886.
K. Oddsson. Eigandi Núps
Gísli Oddsson. (Eigandi Klukkulands)
G. H. Guðmundsson (Eigandi Minni-Garðs).
[á spássíu] Innk. 22/4 1890
Þingl: 0,75
bók: 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.