Uppskrift
1, Að innanverðu í upphlaðið merki ofan til við Langalæk, bein sjónhending í Milli-Garðslæk,
síðan úr honum, eins og gilið segir, beina sjónhending á fjall upp.
2, Að neðanverðu sem Langilækur ræður í hinn efra Grástein, beina sjónhending í Löngulá,
sem lækur rennur eptir.
Að framanverðu eru landamerkin í Hvassahrygg og beint niður í Skörðin.
Mýrum 10. marz 1890.
Guðný Guðmundsdóttir, eigandi Stóra-Garðs og fyrir hönd kirkjujarðarinnar Fell
G.H. Guðmundsson, eigandi Litla-Garðs og Klukkulands
Gísli Oddsson, eigandi Klukkulands.
[á spássíu] Innk. 22/4 1890
Þingl: 0,75
bók 0,25
– ein króna –
borgað SkTh.