Uppskrift
1, Að utanverðu í læk þann, er heitir Kaldilækur, eins og hann ræður frá sjó og að uppsprettu;
síðan beina sjónhending á fjall upp.
2, Að innanverðu í Núpsá, og dal allan í á þá, er rennur úr Geldingadal og fellur í Núpsá.
Núpur á beit í Alviðrubökkum vor og haust, svo og skipstöðu og naustgjörð. En Alviðra
á selstöðu á Núpsdal, frá vori og það á haust fram, er þurfa þykir, svo og frjálsan fjárrekstur
um Núpsdal, þó skal honum varnað ágangi í slægjuland það, er Núpur á.
Núpur á 5 kúgildabeit á Nesdal; sömuleiðis sauðfjárbeit á Skagahlíðum.
Núpskirkja á fjórðahluta af öðrum reka, viða og hvala, og öðrum fjörunytjum, frá Haukalæk
hjá Alviðru, og til þess er sér mann úr skáladyrum í fjöru í Nesdal, að hálfföllnum sjó, frá
teknum reitsólum á Fjallaskaga.
Það eru sagnir elztu manna, að Núpskirkja eigi tíunda hverja vætt af hval, sem rekur
í Skálavík ytri, og hefir enginn ágreiningur út af því risið.
Framangreind landamerki og réttindi Núps samþykkjum við undirritaðir:
Núpi 2. dec. 1889.
Kristján Oddsson (eigandi Núps)
Gísli Oddsson
Guðrún Sakaríasdóttir (Eigendur Alviðru)
Kristján Andrésson
Andrés Pétursson (Eigendur Skaga).
Frá alda öðli er mælt að Núpskirkja eigi frítt skipsuppsátur og búðargjörð á Fjallaskaga og hafa
þau réttindi ávallt verið notuð. En eigendur Skaga eru því ekki samþykkir, nema frekari
sannanir fáist.
Kristján Oddsson.
[á spássíu] Innk. 16. jan. 1890.
Borgun:
Þingl: 0,75
bók: 0,25
1,00 – ein króna –
borgað SkTh.