Arnarnúpur í Keldudal í Dýrafirði

Nr. 98,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Eptir því sem gamlir og réttorðir menn hafa frá sagt, því eru þessi landamerki fyrir jörðinni á 
Arnarnúpi: Allt neðan frá sjó ræður áin fram eptir dalnum og beina sjónhending í 
„Hálfdánargjá“, að fráteknum hinum svo nefndu „Staðareyrum“, sem nú eru Arnarnúps megin 
við ána, og „hólmunum“ niðri við ár ósinn, sem getið er um í Hraunsmerkja skrá. En á milli 
Arnarnúps og Sveinseyrar eru merkin í sker það, sem er fyrir innan svo nefnda „ófæru“, og 
nefnist „Ófærusker“, þaðan beina sjónhending á fjall upp. 
Þessu til staðfestu eru okkar undirrituð nöfn. 
Núpi 1. dec. 1889 
Kristján Oddsson 
Guðm. Eggertsson 
Guðbjörg Bjarnadóttir 
(Eigendur Arnarnúps) 
Aðalsteinn Pálsson 
Gísli Oddson 
(Eigendur Hrauns) 
Guðm. Eggertsson 
Jón Hákonarson 
(Eigendur Sveinseyrar) 
[á spássíu] Innk. 16. jan. 1890 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
1,00 – ein króna – 
borgað SkTh.
Kort