Tunga í Fljótavík í Sléttuhreppi

Nr. 95,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Skúli Thoroddsen, sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og umboðsmaður þjóðjarða í Sléttuhreppi. 
Gjörir heyrum kunnugt: Að rétt landamerki téðrar jarðar eru sem hér segir: Milli Tungu og 
Glúmsstaða ræður merkjum á, sem rennur af fjalli ofan miðjan Hvylftardal í Fljótsstöðuvatn. 
Milli Tungu og Atlastaða ræður Fljótsós merkjum, og rennur hann úr Fljótsstöðuvatni til sjávar. 
Að öðru ráða fjallabrúnir. 
Til staðfestu er nafn mitt og embættisinnsigli 
Skrifstofu Ísafj.s. 19. oct. 1889 
Skúli Thoroddsem, umráðamaður Tungu, Glúmsstaða og Atlastaða. (L.S.) 
[á spássíu] Innk. 19. oct. 1889 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
1,00 – ein króna – 
borgað SkTh.
Kort