Uppskrift
Skúli Thoroddsen, sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og umboðsmaður þjóðjarða í Sléttuhreppi
Gjörir kunnugt: Að landamerki Neðri-Miðvíkur eru sem nú segir: Milli Miðvíkur og Stakkadals
í Kleif og í Klömp fram úr Kleifinni, og þaðan sjónhending eptir Mannhrygg, og svo sem
fjallagarðsbrúnir segja. Milli Neðri- og Efri-Miðvíkur eru merkin á, sem breytist í ós, þegar
kemur ofan á flatlendið, og þá með sjó frá ósnum í svo nefnd Löngusker.
Til staðfestu er nafn mitt og embættisinnsigli.
Skrifstofu Ísafjarðarsýslu 19. oct. 1889.
Skúli Thoroddsen umráðamaður Efri- og Neðri-Miðvíkur og Stakkadals. (L.S.)
[á spássíu] Innk. 19. oct. 1889
Borgun:
Þingl. 0,75
bók: 0,25
1,00 – ein króna –
borgað SkTh.