Atlastaðir í Fljótavík í Sléttuhreppi

Nr. 93,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Skúli Thoroddsen sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og umboðsmaður þjóðjarðarinnar Atlastaða 
Gjörir vitanlegt: Að landamerki téðrar jarðar eru, og skulu af öllum haldast, svo sem nú segir: 
Frá Kögurtá við sjó fram upp á fjallsbrún, og svo sem Fjallabrúnin segir fram í Fljótsskarð. Frá 
Fljótsskarði ræður Reiðará merkjum milli Atlastaða og Glúmsstaða, unz hún rennur í eystra 
horn Fljótsstöðuvatnsins. Síðan ræður vatnið og ós úr því („Fljótsós“) landamerkjum til sjávar 
milli Atlastaða og Tungu. 
Til staðfestu er nafn mitt og embættisinnsigli. 
Skrifstofu Ísafjarðarsýslu, 19. dag octóberm. 1889. 
Skúli Thoroddsen umráðamaður Atlastaða, Tungu og Glúmsstaða. (L.S.) 
[á spássíu] Innk. 19. oct. 1889. 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
1,00 – ein króna – 
borgað SkTh.
Kort
5 km
Leaflet Staðfræðikort byggt á gögnum frá LMÍ og Open Street Map.