Glúmsstaðir í Fljótavík í Sléttuhreppi

Nr. 92,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Skúli Thoroddsen, sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, og umboðsmaður þjóðjarða í Sléttuhreppi. 
Gjöri kunnugt: Að landamerki þjóðjarðarinnar Glúmsstaða eru, og skulu ævinlega haldast, svo 
sem hér greinir: Milli Glumstaða og Atlastaða ræður Reiðará merkjum úr svo nefndu 
Fljótsskarði, unz hún rennur í eystra horn Fljótsstöðuvatnsins 
Milli Glúmsstaða og Tungu ræður merkjum á, sem rennur frá fjalli ofan miðjan Hvylftardal í 
Fljótsstöðuvatn; að öðru skapa vatnið og fjallabrúnir merki. 
Til staðfestu er nafn mitt og embættisinnsigli 
Skrifstofu Ísafjarðarsýslu 19. oct. 1889. 
Skúli Thoroddsen umráðamaður Glúmsstaða Tungu og Atlastaða. (L.S.) 
[á spássíu] Innk. 19. oct. ´89 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
1,00 – ein króna – 
borgað SkTh.
Kort