Uppskrift
Svo nefndur „landamerkjalækur“, sem rennur frá fjalli til fjöru fyrir innan „Skeljavíkurkleif“,
og standa tvær vörður við læk þenna.
En að utanverðu milli Æðeyjarlands á „Eyjahlíð“ og Skarðslands eru landamerki: lækur,
nefndur: „Rjóðralækur“, og stendur ein varða utanvert við téðan læk.
Æðey 21. sept. 1889.
Rósinkar Árnason, eigandi Æðeyjar og Tirðilmýrar. (handsalað)
Páll Stephensen, umráðamaður Skarðs.
Guðmundur Rósinkarsson bóndi og meðeigandi í Æðey.
[á spássíu] Innk. 21. sept. 1889
Borgun:
Þingl: 0,75
bók: 0,25
1,00 – ein króna –
borgað SkTh.