Hraun á Ingjaldssandi í Mýrahreppi

Nr. 90,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Milli Hrauns og Áfadals [svo] er merki í geil, þaðan á fjall upp, og niður eptir lækjarskurði í 
miðjan dýárdal, og þaðan beint í Langá; milli Hrauns og Brekku skiptir Langá landi allt þangað 
til Þverá fellur í hana, og þaðan eptir farveg, sem Langá rann fram með svonefndri Hólsveitu, 
og aftur í Langá, því að um 50 ára tíma hefir hún runnið gegnum þetta stykki, og rifið sér þar 
all stóran farveg; eptir það á Hraun land eptir Langá fram að Selá, og milli Hrauns og Sæbóls 
skiptir hún landi upp í Galgafoss, og þaðan í Hraunland eptir læk, er rennur framan vert við 
svo nefndan Krók allt á fjall upp. 
Skrifað 24. júní 1886 af eiganda jarðarinnar: 
Sigmundi Sveinssyni 
Samþykkir: 
G. H. Guðmundsson 
Guðm. Sturluson 
Jón Bjarnason 
Jón Jónsson 
Jón Niculásson (handsalað) 
Þorvaldur Jónsson 
[á spássíu] Innk. 20/7 1889 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
– ein króna – 
borgað SkTh.
Kort
10 km
Leaflet Staðfræðikort byggt á gögnum frá LMÍ og Open Street Map.