Kvíanesí Súgandafirði og Botn í Súgandafirði

Nr. 89,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Umsamin landamerki milli Botns og Kvíarness eru: Úr Nautaskálahorninu beint í krókinn á 
Læknum, sem rennur ofan með Klúkutúninu, og í græna þúfu, sem skorin er upp, og steinn er 
settur í, en upp úr þessari þúfu verður upphlaðin varða við hentugleika, svo að merkin verði 
skilmerkilegri. 
Súgandafirði 24. júní 1889 
Eigendur að jörðinni Kvíanesi: 
Jóhannes Hannesson 
Friðrik Gíslason. 
Eigendur Botns: 
Thomas Eiríksson 
Albert Brynjólfsson 
Jón Brynjólfsson 
Umráðamenn að hálfum Botni: 
Jóhannes Hannesson 
Guðm. Ásgrímsson 
Ól. Lárentíusson 
Guðm. Guðmundsson 
[á spássíu] Þinglýst að Suðureyri 27. júlí 1889. 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
1,00 – ein króna – 
borgað SkTh.
Kort