Arnarnes við Dýrafjörð

Nr. 88,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Jeg undirritaður, sem er fæddur og uppalinn á Arnarnesi, gjöri hér með kunnugt um merki er 
voru milli hálflendanna á nefndri jörð, er ég fór þaðan fyrir rúmum 45 árum. 
Neðri jörðin átti í flatan stein, láréttan, er var fyrir innan fjós, er þá stóð neðan til við skemmur, 
er nú eru á hlaðinu. Frá steini þessum beina sjónhending í efri steininn á háhryggnum. Að 
utanverðu við bæinn var merkið eptir götu þeirri, er liggur frá bænum niður í svonefnt 
„brunnhús“. Síðan eptir læk, er rennur úr téðu brunnhúsi til sjávar. Neðri jörðin átti einnig part 
í túninu fyrir utan og ofan bæinn. Merki að þeim parti að innanverðu voru: úr virkishorni beina 
sjónhending utanvert upp eptir svo nefndum „Birgishól“ í stein, er stendur neðarlega í 
urðunum. En að utanverðu var merkið: Eptir gömlum lækjarfarveg, sem nú er að mestu horfinn, 
út og upp eftir túninu, neðanvert við svo nefndan „Heiðingja“, hól undir urðunum, en ofanvert 
við fjárhúskofa, er þá stóð fyrir neðan nefndan hól. Síðan lá merkið beina leið út með urðunum 
í svo kallað „vatnsauga“. 
Ytri jörðin átti land að þessum merkjum, slíkt hið sama „traðirnar“. – Að auki skal þess getið, 
að neðri jörðin nýtti svo nefndan „Nasa“ allan fyrir utan áðurnefndan brunn læk. En þar á móti 
fylgdi svo kallað „Hlaðstún“ ytri jörðinni. Neðri jörðin þótti víðáttuminni, en grasgefnari, en 
ytri jörðin ógrasgefnari, og var því látið mætast. 
Að jörð þessari, Arnarnesi, hafi þannig verið skipt frá því er menn hafa sögur af, sögðu móðir 
mín, móðursystur, Bjarni Niculásson, sem höfðu búið á jörðinni um langan aldur. Sama sagði 
Just Egilsson, sem nú er dáinn fyrir nokkrum árum, rúmlega áttræður að aldri. Just þessi ólst 
upp á jörð þessari hjá sínum Agli, er bjó á annari hálflendunni móti Magnúsi, föður Jóns 
Magnúsonar, sem einnig er ný dáinn rúml. sjötugur að aldri. 
Beitihögum, fjörum, reka og öðrum ítökum þessarar jarðar hefir aldrei verið skipt, og hafa 
ábúendur notað þau í sameiningu. 
Þessa upplýsingu gef eg eptir beztu vitund, og set til staðfestu nafn mitt. 
Flateyri d. 8. marz 1889 
Torfi Halldórsson 
Til staðfestu ofanskrifuðu er nafn mitt 
Jón Halldórsson á Veðrará 
Vitundarvottar: 
Matth. Ólafsson 
Sveinn Rósinkranzson.

[á spássíu] Þinglýst að Mýrum 19. júlí 1889.
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
– ein króna – 
borgað SkTh.
Kort