Ytri-Hjarðardalur í Önundarfirði

Nr. 97,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki milli Hjarðardals og Þorfinnsstaða er í Einhamar, og milli Hjarðardals ytri og 
Hjarðardals innri: Hjarðardalsá aðskilur landamæri milli Hjarðardalanna úr dalbotni og heim í 
hraunafót milli túnanna; þaðan liggur merki úr steini yfir ána, og í annan stein neðan til við 
ána; þaðan beint ofan í lind, sem Görn heitir; svo liggur merki út með henni út í skarð, sem er 
í Kambinum; úr skarðinu beint niður að ánni, svo eptir ánni til sjávar. 
Hjarðardal 15. nóv. 1889. 
Arngrímur Vídalín Jónsson 
Guðrún Jónsdóttir á Þórustöðum. 
Guðm. A. Eiríksson á Þorfinnsstöðum 
Ebenezer Sturluson á Hjarðardal innri 
Andrés Hákonarson á Hjarðardal innri. 
[á spássíu] Innk. 16. jan. 1890 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
1,00 – ein króna – 
borgað SkTh.
Kort