Tröð í Önundarfirði í Mosvallahreppi

Nr. 87,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Milli Traðar og Vaðla eru merki þessi: Úr holtinu í svonefndum Merkisbletti uppi í hlíðinni 
beint ofan í stóran stein (Merkistein), en þaðan ræður læna undir Mýrarbökkunum út á móts 
við Þverlænu ofan úr mýrinni, og þaðan beint í ána. 
Milli Kirkjubóls og Traðar áin og skammt fyrir framan Kirkjuból partur af hinum forna 
árfarvegi. 
Milli Traðar og Mosvalla ræður hinn forni árfarvegur. 
Milli Traðar og Holtslands er merki eptir hrygg (leiti), er nefnt er Seljaleiti. 
Tröð 18. júlí 1889. 
Rósinkranz Kjartansson. 
Samþykkur: Janus Jónsson. 
[á spássíu] Þinglýst að Þórustöðum 18. júlí 1889 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað SkTh.
Kort