Uppskrift
Milli Traðar og Vaðla eru merki þessi: Úr holtinu í svo nefndum „merkisbletti“ uppi í hlíðinni
beint ofan í stóran stein (Merkisstein), en þaðan ræður læna undir mýrar bökkunum út á móts
við þverlænu ofan úr mýrinni, og þaðan beint í ána.
Milli Vaðla og Mosvalla ræður áin, en Mosvellir eiga svo nefnda „Sturlueyri“ Vaðla-
megin við ána
Milli Vaðla og Holts ræður Vaðalbotnsskriða, síðan Illa Kelda, unz hún kemur saman
við Kelduna ofan til við Kálfafit; þá ræður sú Kelda inn í á.
Holti 18. júlí 1889.
Janus Jónsson
Þessu samþykkur:
Rósinkranz Kjartansson.
[á spássíu] Þinglýst á Þórustöðum 18. júlí 1889.
Borgun:
þingl: 0,75
bók: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað SkTh.