Uppskrift
Að utanverðu er merkið í svonefndan Skriðutanga, og liggur það beint upp frá honum til fjalls.
En að innanverðu liggur merkið út Skeiðiskrók, og í svonefndan merkistein, og þar upp af er
gamalt merki upp hækkað er vísar landamerkið beint til fjalls. Jafnadalur telst með innan
þessara takmarka.
Þetta viðurkennum við undirskrifaðir nábúar.
Veðrará innri 22. jan. 1888
Bóas Guðlaugsson
Ábúandi: Jens Jónsson
Veðrará ytri: ábúandi Jón Halldórsson.
Bjarni Jónsson á Tannnesi.
[Á spássíu] Þinglýst að Þórustöðum 18. júlí 1889.
Borgun:
Þingl: 0,75
bók: 0,25
1,00 – ein króna –
borgað SkTh.