Arngerðareyri í Nauteyrarhreppi

Nr. 82,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Á Tjarnanesi milli Laugabóls og Arngerðareyrar er lækur, sem nefndur er Landamerkjalækur, 
og hefir upptök sín framan til í Vatnadalsskarði; rennur hann fyrir innan svokallaða Öxlhamra, 
og svo fyrir innan réttarklett alla leið í sjó á Tjarnanesi. Lækur þessi er landamerki milli 
Laugabóls og Arngerðareyrar. 
Úr Vatnadalsskarði út eptir sem vötnum hallar, eru merki milli Arngerðareyrar og Brekku í það 
græna skarð; úr græna skarði rennur lækur, sem kallaður er Landamerkjalækur, og rennur lækur 
þessi ofan á móti framan til við Stórhól, og þaðan, sem hann þrýtur, beint í Langadalsá, og er 
téður lækur landamerki milli téðra jarða. 
Þar fyrir neðan er Langadalsá landamerki fyrir Arngerðareyrarlandi til sjóar. 
Arngerðareyri, dag 3. júní 1889 
Ásgeir Guðmundsson 
Kr. Pálsson 
Kirkjubóli 3. júní 1889 
Helga Ámundadóttir 
Guðmundur Jóhannesson 
Jón Halldórsson 
[á spássíu] Þinglýst að Nauteyri 5. júní 1889 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
1,00 – ein króna – 
borgað SkTh.
Kort