Uppskrift
Niðri á dalnum eru 2 stórir steinar með vörðum á við Langadalsá, og byrja þar landamerkin að
neðanverðu í þverkvísl, og bein sjónhending úr þverkvíslinni í Tröllholt upp í brúninni, og
þaðan sjónhending í Vatnshlíð, og þaðan fram, eins og vötnum hallar, sem renna í Bæjardal og
Miðdal, og vestan til við Miðdal út eptir hæztri kúlu og í vörðubrot á brúninni, og sjónhending
í Heyhól, og sjónhending þaðan, og yfir á háháls, og út eptir hálsinum, eptir því sem hallar til
beggja hlíða, og út það, þar til sjónhending er úr áðurnefndum tveim stóru steinum, og upp á
hálsbrún.
p.t. Reykjarfirði 5. júní 1889.
Ólafur Jónsson (Eigandi)
Jakob Rósinkarsson (Eigandi að Bakka)
Einar Magnússon (Eigandi í Tungu)
Jón Halldórsson, umráðamaður að hálfum Neðri-Bakka
Hannibal Jóhannesson (Eigandi í Tungu)
Magnús Arnórsson (Eigandi í Tungu).
[Á spássíu] Þinglýst að Nauteyri 5. júní 1889.
Borgun:
þingl: 0,75
bók: 0,25
1,00 – ein króna –
borgað SkTh.