Grafargil í Valþjófsdal í Mosvallahreppi

Nr. 74,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Milli Grafargils og Þorfinnsstaða er landamerkjasteinn, sem stendur í landamerkjabletti; uppi í 
hlíðinni liggur merkið beint á brún á fjallinu, og svo aptur beint ofan í ána. 
Milli Grafargils og Tungu ræður Langá, sem rennur eptir endilöngum dalnum úr vatni, er liggur 
fyrir neðan Miðdalsbrekkuna, og svo eptir vestari læknum, sem rennur ofan brekkuna ofan í 
vatnið. 
Grafargil 25. júní 1888. 
Umráðamenn jarða þessara: 
Grafargil: Jón Guðmundsson Tunga: Jón Ólafsson 
Þorfinnsstaða: Guðm. A. Eiríksson. 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Þórustöðum 25. júní 1888 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað SkTh
Kort