Uppskrift
Milli Tungu og Kirkjubóls í Valþjófsdal ræður á sú merkjum, er Dalsá heitir; rennur hún ofan
með Kirkjubóls bænum, og fram í Langá; að vestanverðu er svo merkið eptir ánni fram undir
Stórubrekku; tekur þar lækur við, sem rennur ofan Tungurðirnar ofan í ána, og á Tunga ekki
lengra.
Milli Tungu og Grafargils ræður Langá fram í vatn það, er liggur fyrir neðan Miðdalsbrekkuna,
og svo eptir vestari læknum, sem rennur ofan brekkuna.
Grafargili d. 25. júní 1888
Umráðamenn jarða þessara:
Tunga: Jón Ólafsson Kirkjuból: Finnur Eiríksson Grafargil: Jón Guðmundsson.
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Þórustöðum 25. júní 1888
Borgun:
þingl: 0,75
bók: 0,25
1,00 – ein króna –
Borgað SkTh