Staður í Aðalvík

Nr. 72,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Kirkjan í Aðalvík á heimaland hálft með gögnum og gæðum, Kagaðarvík og Sand(vík) með 
grjótleyti, hálfar þessar eignir með bónda, tólftung í hvalreka og viðreka með ágóða í Rekavík, 
sjöttung í hvalreka í hvalreka (sic!) í Höfn, er Einar bóndi gaf, selver í Miðkjós í Jökulfjörðum, 
er Guðmundur Jónsson lykti í portionem. Kirkjan á tolllaust skip í Sigmundarlæk, allan reka 
frá Þverdalsá til Selastillis til Sæbólsskerja og sölvafjöru alla; item mánaðarbeit á sumar í 
Þverdal öllum fénaði, item er bóndaeign í jörðunni, iiii hndr. og xx. 
Réttan útdrátt úr máldagabók Gísla biskups Jónssonar staðfestir: 
Skrifstofu biskupsins yfir Íslandi, Reykjavík 9 Apr. 1879 
P. Pjetursson. 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Sléttu 7/6 1888 Skúli Thoroddsen. 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Bók. 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort