Meira-Hraun í Skálavík í Hólshreppi

Nr. 70,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landareign hennar er nefnilega í Strýtustein rauðan á holtinu við ána, garðsendann ofan til við 
Katlagarðinn Klukkustekkinn svo nefndan, Hamraenda og hæsta hnúk í Kroppstaðahorninu, 
allt í beinni línu, ef maður stendur við Strýtusteininn við ána, sem ekki er þarna nema einn 
tilsögð landamerki milli Kroppstaða og Meirahrauns. 
Landamerki milli Meirahrauns og Minnahrauns er nefnilega á, sem rennur frá 
Göngumannaskörðum, sem rennur ofan svo nefndan Hraunsdal beint til sjóar. 
Til staðfestu skrifa allir hlutaðeigendur nöfn sín undir. 
Hóli, 6. Apríl 1888. 
Eigendur: Bárður Magnússon 
Einar Jónsson 
Magnús Guðmundsson 
Ólafur Guðmundsson 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Hóli 16/5 1888. Skúli Thoroddsen. 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Bókun: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort