Hraun í Hnífsdal í Eyrarhreppi

Nr. 68,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landareign þess er í Hraungil að utan til niður að Hnífsdals slægjupörtum, hliðin þaðan fram 
að Markgili er niður úr miðri Lambaskál frá fjallsbrún niður að gamla Heybandsvegi með þeim 
slægjum, sem eru á því stykki; ennfremur á jörðin Hraun slægjuland frá vörzlugarði 
heimabæjar niður á svokallað Ausubakkaholt og fram að vörzlugarði á Fitarparti og 
Fitarpartinn niður í á, en jörðin Búð í Hnífsdal á svokallaðan Skarnpart, er liggur niður undan 
túninu við ána. 
Ennfremur á Hraun uppsátur fyrir eitt skip tolllaust við sjóinn í neðri Hnífsdals lendingu, en 
ekki Búðar. 
Hrauni, 26. Maí 1886. 
Eigandi: Halldór Jónsson 
Sem land eiga að eru: Kristjana Kjartansdóttir 
Sigríður Øssursdóttir Guðmundur Pálsson 
Kristján Kjartansson. 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Hnífsdal 15/5 1888. Sk. Thoroddsen 
Borgun: 
Þinglestur: 0,75 
Bókun: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort