Furufjörður á Ströndum í Grunnavíkurhreppi

Nr. 67,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
1) Ørnefni milli nefndrar jarðar og Þaralátursfjarðar það er klettur við sjó, nefndur Kanna, undir 
Furufjarðarnúp, sem skiptir reka milli téðra jarða, úr nefndum kletti beina sjónhending uppá 
brún, og svo eptir hæsta fjallhrygg austanvert fjarðarins og vestur á miðja Skorarheiði 
2) Hins vegar við nefndan Furufjörð af miðri Skorarheiði eptir hæsta fjallgarði til norðurs allt 
á Bolungarvíkur bjargbrún, þar sem aðalófæra er beint niður undan, og skiptir sú ófæra reka 
milli nefnds Furufjarðar og Bolungarvíkur. Milli þessara kennileita fylgir ofannefndri jörð 
óskertur reki og allar grasnytjar. 
Dagsett 27. December 1885 
Finnbogi Finnbjarnarson S. Gíslason 
H. Theofílusson Þorleifur Einarsson 
G. H. Guðmundsson 
Hér með gefum vér hér undirskrifaðir Furufjarðar jarðeigendur Jónatan Jónsson, Jens 
Sigfússon, Hallbera Guðmundsdóttir skriflega samþykki okkar að óbreytt standi Furufjarðar 
takmörk bæði til lands og sjóar, eins og segir í bréfi þessu, því við vitum ekki önnur rök fremur 
hvorki um of né van, og viljum við þessi hér að ofan nefnd að svo standi, eins og þið segið líka. 
Eigendur téðrar jarðar. 
S. Gíslason F. Finnbjarnarson. Halld. Þeófílusson 
[á spássíu] Innk. til þinglesturs 13/9 1887 
Skúli Thoroddsen 
Borgun: 1,00 
– ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort