Suðureyri í Suðureyrarhreppi

Nr. 66,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki milli jarðanna Bæjar og Suðureyrar eru jafnt á milli nesja, sem nefnd eru Kýrnes 
og Vallarnes framan fyrir svonefndar Spillir í lítinn klett við fjöruna, sem nú er þó fallin yfir 
aurskriða, frá honum og beint neðan, þangað sem fjallið er hæst. Það lítur svo út, sem merkið 
hafi verið tekið upphaflega af miðju hálendi fjallsins til sjávar. 
Landamerki að innan milli Suðureyrar og Lauga eru í laugina skammt fyrir utan túnið á 
Laugum, á bökkunum rétt með henni að utanverðu rennur lækur, og uppeptir honum og að 
stórum steini í miðri hlíðinni, frá steini þessum liggur merkið beint til fjallsbrúna. 
Um þessi landamerki vitum við ekki til hafi verið neinn ágreiningur að undanförnu. 
Þessi hér ofanskrifuð landamerki eru samþykkt af hér undirskrifuðum núverandi eigendum 
hérnefndra jarða. 
Suðureyri, 23. Júní 1887 
Hjalti Sveinsson, eigandi Lauga Kristján Albertsson 
G. Guðmundsson, ábúandi – Þorbjörn Gissursson bændur á Suðureyri 
Sigurborg Bergsdóttir. 
[á spássíu] Þinglýst á manntalsþingi að Suðureyri 30/6 1887 Sk. Thoroddsen 
Borgun: 
Þinglestur: 0,75 
Bókun: 0,25 
1,00 – ein króna – 
Borgað Sk. Th.
Kort